Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   þri 20. júní 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ingibjörg: Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum sínum
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks var ánægð með sigurinn í kvöld á Grindavík en leikurinn endaði 5-0.

„Þetta var fínn leikur miðað við aðstæður. Þetta var erfitt í dag en við spiluðum vel og héldum okkar leik,"

Veðrið í Grindavík var ekki upp á marga fiska í kvöld en töluvert rok var á leikmennina ásamt rigningu.

„Þetta var frekar erfitt en mér fannst við gera þetta nokkuð vel. Þetta var brjálað veður."

Ingibjörg þekkir vel til roksins í Grindavík en hún ólst upp hjá félaginu og lék með því þangað til hún gekk til liðs við Breiðablik.

„Ég þekki þetta frekar vel, ég ólst upp hérna þannig þetta var gaman."

Ingibjörgu fannst skrýtið að koma á uppeldisslóðir sínar og spila við sína gömlu liðsfélaga.

„Þetta var frekar skrýtið. Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum og gömlum liðsfélögum, en þetta var bara gaman."

Ingibjörg var stálheppin að gefa ekki Grindavík mark í fyrri hálfleik en hún missti þá boltann í sínum eigin vítateig en Rilany, leikmaður Grindavíkur skaut í stöngina.

„Ég bara tók létt panikk og veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var heppin í þetta sinn en þetta má ekki gerast aftur."
Athugasemdir
banner
banner