Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
Hetja Garðbæinga: Þetta var helvíti laust en inn fór hann
Rúnar Páll kaldhæðinn: Ég fæ alltaf spjald - Elska þessa nýju línu
Rúnar: Viktor er markaskorari af guðs náð
Arnar: Erum búnir að misstíga okkur í tvígang og gerum það aftur hér
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
   þri 20. júní 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ingibjörg: Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum sínum
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks var ánægð með sigurinn í kvöld á Grindavík en leikurinn endaði 5-0.

„Þetta var fínn leikur miðað við aðstæður. Þetta var erfitt í dag en við spiluðum vel og héldum okkar leik,"

Veðrið í Grindavík var ekki upp á marga fiska í kvöld en töluvert rok var á leikmennina ásamt rigningu.

„Þetta var frekar erfitt en mér fannst við gera þetta nokkuð vel. Þetta var brjálað veður."

Ingibjörg þekkir vel til roksins í Grindavík en hún ólst upp hjá félaginu og lék með því þangað til hún gekk til liðs við Breiðablik.

„Ég þekki þetta frekar vel, ég ólst upp hérna þannig þetta var gaman."

Ingibjörgu fannst skrýtið að koma á uppeldisslóðir sínar og spila við sína gömlu liðsfélaga.

„Þetta var frekar skrýtið. Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum og gömlum liðsfélögum, en þetta var bara gaman."

Ingibjörg var stálheppin að gefa ekki Grindavík mark í fyrri hálfleik en hún missti þá boltann í sínum eigin vítateig en Rilany, leikmaður Grindavíkur skaut í stöngina.

„Ég bara tók létt panikk og veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var heppin í þetta sinn en þetta má ekki gerast aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner