Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
Matti Villa: Hefðum átt góða möguleika í framlengingu
Ari Sigurpáls: Upprunalegt markmið var að ná í eitt stig
Fyrirliði Vals um félagaskipti Gylfa: Þetta var blásið upp
Myndband: Víkingar fá fallegar kveðjur að heiman
Telja að Víkingur hafi gert díl við manninn þarna uppi
Góður andi í Aþenu - 75 Víkingar á 75 þúsund manna velli
Sölvi Geir: Besta og dýrasta afmælisgjöf sem ég hef fengið
Lykilmenn snúa úr banni - „Langt frá því að vera saddir“
„Þeir hreinlega skömmuðust sín“
Fiðrildi í maganum fyrir leik - „Þetta var ógeðslega gaman“
„Rosalega erfitt að kveðja hann“
„Vona að Kári Árna taki ekki upp á þessu“
   þri 20. júní 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ingibjörg: Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum sínum
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks var ánægð með sigurinn í kvöld á Grindavík en leikurinn endaði 5-0.

„Þetta var fínn leikur miðað við aðstæður. Þetta var erfitt í dag en við spiluðum vel og héldum okkar leik,"

Veðrið í Grindavík var ekki upp á marga fiska í kvöld en töluvert rok var á leikmennina ásamt rigningu.

„Þetta var frekar erfitt en mér fannst við gera þetta nokkuð vel. Þetta var brjálað veður."

Ingibjörg þekkir vel til roksins í Grindavík en hún ólst upp hjá félaginu og lék með því þangað til hún gekk til liðs við Breiðablik.

„Ég þekki þetta frekar vel, ég ólst upp hérna þannig þetta var gaman."

Ingibjörgu fannst skrýtið að koma á uppeldisslóðir sínar og spila við sína gömlu liðsfélaga.

„Þetta var frekar skrýtið. Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum og gömlum liðsfélögum, en þetta var bara gaman."

Ingibjörg var stálheppin að gefa ekki Grindavík mark í fyrri hálfleik en hún missti þá boltann í sínum eigin vítateig en Rilany, leikmaður Grindavíkur skaut í stöngina.

„Ég bara tók létt panikk og veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var heppin í þetta sinn en þetta má ekki gerast aftur."
Athugasemdir
banner
banner