Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 20. júní 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ingibjörg: Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum sínum
Kvenaboltinn
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks var ánægð með sigurinn í kvöld á Grindavík en leikurinn endaði 5-0.

„Þetta var fínn leikur miðað við aðstæður. Þetta var erfitt í dag en við spiluðum vel og héldum okkar leik,"

Veðrið í Grindavík var ekki upp á marga fiska í kvöld en töluvert rok var á leikmennina ásamt rigningu.

„Þetta var frekar erfitt en mér fannst við gera þetta nokkuð vel. Þetta var brjálað veður."

Ingibjörg þekkir vel til roksins í Grindavík en hún ólst upp hjá félaginu og lék með því þangað til hún gekk til liðs við Breiðablik.

„Ég þekki þetta frekar vel, ég ólst upp hérna þannig þetta var gaman."

Ingibjörgu fannst skrýtið að koma á uppeldisslóðir sínar og spila við sína gömlu liðsfélaga.

„Þetta var frekar skrýtið. Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum og gömlum liðsfélögum, en þetta var bara gaman."

Ingibjörg var stálheppin að gefa ekki Grindavík mark í fyrri hálfleik en hún missti þá boltann í sínum eigin vítateig en Rilany, leikmaður Grindavíkur skaut í stöngina.

„Ég bara tók létt panikk og veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var heppin í þetta sinn en þetta má ekki gerast aftur."
Athugasemdir
banner