Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   þri 20. júní 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ingibjörg: Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum sínum
Kvenaboltinn
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Grindvíkingurinn Ingibjörg lék gegn uppeldisfélagi sínu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, varnarmaður Breiðabliks var ánægð með sigurinn í kvöld á Grindavík en leikurinn endaði 5-0.

„Þetta var fínn leikur miðað við aðstæður. Þetta var erfitt í dag en við spiluðum vel og héldum okkar leik,"

Veðrið í Grindavík var ekki upp á marga fiska í kvöld en töluvert rok var á leikmennina ásamt rigningu.

„Þetta var frekar erfitt en mér fannst við gera þetta nokkuð vel. Þetta var brjálað veður."

Ingibjörg þekkir vel til roksins í Grindavík en hún ólst upp hjá félaginu og lék með því þangað til hún gekk til liðs við Breiðablik.

„Ég þekki þetta frekar vel, ég ólst upp hérna þannig þetta var gaman."

Ingibjörgu fannst skrýtið að koma á uppeldisslóðir sínar og spila við sína gömlu liðsfélaga.

„Þetta var frekar skrýtið. Skrýtið að spila á móti æskuvinkonum og gömlum liðsfélögum, en þetta var bara gaman."

Ingibjörg var stálheppin að gefa ekki Grindavík mark í fyrri hálfleik en hún missti þá boltann í sínum eigin vítateig en Rilany, leikmaður Grindavíkur skaut í stöngina.

„Ég bara tók létt panikk og veit ekki alveg hvað gerðist. Ég var heppin í þetta sinn en þetta má ekki gerast aftur."
Athugasemdir
banner