Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. júní 2017 20:41
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Mourinho: Enginn haft samband frá skattayfirvöldum
Mourinho kannast ekki við að mál hafi verið höfðað gegn sér
Mourinho kannast ekki við að mál hafi verið höfðað gegn sér
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að hann hafi ekki fengið tilkynningu frá spænskum skattyfirvöldum um meintar skattaráðstafanir.

Saksóknari í Madrid sagði í dag að kröfu um tvö meint brot skattasvika árið 2011 og 2012, þegar Mourinho var framkvæmdastjóri Real Madrid, hefði verið lögð inn.

Mourinho skuldar spænskum skattyfirvöldum 2,9 milljónir evra, samkvæmt yfirlýsingu, sem bætti við að það hefði lagt fram kröfu til sveitarstjórnar.

Mourinho heldur því fram að hann hafi greitt meira en 26 milljónir evra í skatt á Spáni og að honum hafi ekki verið tilkynnt um að mál hafi verið höfðað gegn honum.

„Jose Mourinho hefur ekki fengið neinar tilkynningar varðandi fréttirnar sem birtar eru í dag,"segir yfirlýsing frá ráðgjöfum Sameinuðu þjóðanna.

„Til þessa dags hafa hvorki spænsk skattyfirvöld né saksóknari haft samband við Jose Mourinho eða ráðgjafa hans sem voru ráðnir til skoðunarferlisins."

Ásakanirnar gegn Mourinho koma í kjölfar þeim sem gerðar hafa verið gegn Cristiano Ronaldo frá spænskum skattyfirvöldum í síðustu viku, sem leiddi til þess að leikmaðurinn óskaði eftir að fara frá landinu og kannski vinna með Mourinho aftur á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner