Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. júní 2017 20:17
Elvar Geir Magnússon
Myndband: Freysi fer yfir leiðina á EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiðin á EM eru þættir sem RÚV sýnir til að hita upp fyrir úrslitakeppni Evrópumóts kvenna sem hefst í Hollandi í næsta mánuði.

Fyrsti þáttur af fjórum var á dagskránni í kvöld en þar var Dagný Brynjarsdóttir meðal annars í mjög áhugaverðu viðtali þar sem hún fór yfir upphafsár sín í boltanum.

Edda Sif Pálsdóttir er umsjónarmaður þáttanna en María Björk Guðmundsdóttir og Vilhjálmur Siggeirsson annast dagskrárgerð.

Ísland er með Frakklandi, Sviss og Austurríki í riðli í lokakeppninni og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí.

Hér að neðan má sjá atriði úr þættinum í kvöld þar sem Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari fór yfir leiðina í gegnum undankeppnina á skemmtilegan og hnitmiðaðan hátt.

Átta leikir; sjö sigrar og eitt tap. Íslenska kvennalandsliðið skoraði 34 mörk í undankeppni EM og fékk tvö á sig.


Athugasemdir
banner
banner
banner