Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 20. júní 2017 20:05
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Pepsi kvenna: Þór/KA tryggði sér sigur í lokinn
Cloé Lacasse skoraði fyrir ÍBV í kvöld
Cloé Lacasse skoraði fyrir ÍBV í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Donni og stelpurnar hans sóttu þrjú stig í Kaplakrika
Donni og stelpurnar hans sóttu þrjú stig í Kaplakrika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum er nú þegar lokið í Pepsi deild kvenna í kvöld.

Í Kaplakrika mættu topplið Þór/KA í heimsókn. Norðanstúlkur tryggðu sér öll þrjú stigin í leiknum með marki á 89. mínútu en þar var að verki varamaðurinn Karen María Sigurgeirsdóttir. Boltinn barst út á hægri kantinn á Huldu Björg Hannesdóttir sem var alein, hún kom með flottan bolta fyrir sem Karen skallaði út við stöng óverjandi fyrir Lindsey Harris í marki FH.

Þór/KA heldur sigurgöngu sinni gangandi en þær hafa unnið alla níu leiki sína í deildinni og sitja því einar á toppi deildarinnar með 27 stig. FH liðið situr hins vegar um miðja deild eða í sjötta sæti með 12 stig.

Í Vestmannaeyjum tóku Eyjakonur á móti botnliði Hauka. Heimakonur byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust yfir strax eftir fjórtán mínútna leik. Katie Kraeutner átti þá fína fyrirgjöf sem Tori Ornela í marki í Hauka reyndi að grípa en missti hann. Boltinn dettur til Clöru Sigurðardóttur sem nær skoti sem Tori ver en Cloé Lacasse var fyrst að átta sig og skoraði.

Eyjakonur tvöfölduðu svo forystuna tæpu korteri seinna. Cloé Lacasse lék þá á Tori í markinu en missti boltann of langt frá sér en náði svo aftur til boltans og sendi fyrir á Clöru Sigurðardóttur sem gerði vel og kláraði færið.

Það var síðan varamaðurinn Linda Björk Brynjarsdóttir sem skoraði þriðja mark Eyjakvenna og innsiglaði sanngjarnan og öruggan sigur þeirra.

ÍBV kom sér með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en Stjarnan getur endurheimt það með sigri seinna í kvöld. Haukaliðið situr enn sem fastast á botninum með aðeins eitt stig og bíða enn eftir sínum fyrsta sigri

Pepsi deild kvenna

FH 0 - 1 Þór/KA
0-1 Karen María Sigurgeirsdóttir ('89 )

ÍBV 3 - 0 Haukar
1-0 Cloé Lacasse ('14 )
2-0 Clara Sigurðardóttir ('28 )
3-0 Linda Björk Brynjarsdóttir ('90 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner