þri 20. júní 2017 20:00
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Wenger: Arsenal þarf Giroud
Wenger hefur enn trú á landa sínum
Wenger hefur enn trú á landa sínum
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur enn og aftur komið Olivier Giroud framherja sínum til varnar og segir Arsenal þurfa að hafa Frakkann í sínum röðum.


Hinn þrítugi Giroud var töluvert notaður sem varaskeifa síðasta vetur eftir að Wenger ákvað að spila Alexis Sanchez uppi á topp fyrir Skytturnar.

Giroud náði þó samt að skora 12 úrvalsdeildarmörk, en nýlega lýsti yfir löngun sinni að fá að spila reglulega á komandi tímabili.

Arsenal hefur mikinn áhuga á að styrkja framlínuna sína í sumar og hefur félagið verið orðað mikið við Kylian Mbappe og Alexandre Lacazette upp á síðkastið.

Wenger segir þó að Giroud sé ennþá lykilmaður í hópnum og segir að Arsenal einfaldlega þurfi á framúrskarandi eiginleikum framherjans að halda.

„Þetta hefur verið pirrandi leiktíð fyrir hann vegna þess að hann hefur ekki spilað mikið," sagði Wenger um Giroud.

„Og þegar hann hefur spilað vel hefur hann ekki alltaf spilað næsta leik. Hann hefur unnið mikið af stigum fyrir okkur þegar hann hefur komið inn af bekknum. Hann hefur eiginleika sem liðið okkar þarf."

Nú síðast hefur Giroud verið orðaður við West Ham en hann hefur einnig verið orðaður við flutninga aftur til heimalandsins þar sem Marseille eru sagðir áhugasamir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner