mið 20. júní 2018 09:45
Arnar Daði Arnarsson
Alfreð: Förum ekki upp úr riðlinum með eitt stig
Icelandair
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínum gegn Argentínu.
Alfreð Finnbogason fagnar marki sínum gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er stærsta sviðið sem þú kemst á, í fótboltanum og þetta er eitthvað sem mun fylgja okkur sem leikmönnum lengra en eftir mótið," sagði Alfreð Finnbogason sóknarmaður íslenska landsliðsins á fréttamannafundi í morgun.

Alfreð sagði að það hefði verið gríðarlega hátt spennustig fyrir leikinn gegn Argentínu og enda risastór leikur fyrir íslenska knattspyrnu.

„Þetta var fyrsti leikur Íslands á HM og erfiðara að ná niður ró fyrir þennan leik en alla aðra leiki."

Alfreð segir að það sé nú mikilvægt að koma sér niður á jörðina og byrja að fókusera á næsta leik.

„En eins og fótboltinn er, þá verðum við að vera mjög fljótir að núll stilla okkur. Við vitum það að við náðum í frábært stig gegn Argentínu en með eitt stig förum við ekki upp úr riðlinum.

„Í fótboltanum ertu dæmdur fyrir síðasta leik og við verðum því að vera fljótir að koma okkur niður á jörðina og gera okkur klára fyrir næsta leik því hvort sem það fer illa eða vel þá er það bragð alltaf síðast í munninum eftir því hvernig síðasti leikur fór."



Athugasemdir
banner
banner
banner