Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. júní 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Brasilía kvartar til FIFA vegna VAR
Mynd: Getty Images
Landslið Brasilíu hefur beðið FIFA um að útskýra hvers vegna ekki var notast við VAR á lykilaugnablikum í jafntefli liðsins gegn Sviss síðastliðinn sunnudag.

Brasilía gerði jafntefli við Sviss í Rostov-On-Don, Philippe Coutinho skoraði frábært mark fyrir Brasilíu en Steven Zuber jafnaði fyrir Sviss og þar við sat.

Leikmenn Brasilíu kvörtuðu yfir því að Miranda hefði verið hrint í jöfnunarmarki Sviss ásamt því að notast hefði átt við VAR þegar liðið taldi sig eiga rétt á vítaspyrnu eftir að Gabriel Jesus féll í vítateig andstæðinganna.

Hvorugt atvikið virðist hinsvegar hafa verið yfirfarið með VAR og hefur knattspyrnusamband Brasilíu krafið FIFA svara.

Tæknin hefur hingað til komið að fjórum vítaspyrnudómum á Heimsmeistaramótinu hingað til en var töluvert gagnrýnt af Harry Kane eftir leik Englands og Túnis þar sem framherjinn taldi sig hafa átt að fá tvær vítaspyrnur.

Athugasemdir
banner
banner
banner