Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 20. júní 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Hannes: Skrifa ekki bíómynd um sjálfan mig
Icelandair
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Hannes á æfingu í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ferill Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmarkmanns Íslands, er ótrúlegur og í raun efni í bíómynd. Númi úr 3. deild vildi ekki fá Hannes í sínar raðir árið 2004 en þá var hann varamarkvörður hjá Leikni R.

Sama ár spilaði hann lokaleik tímabilsins með Leikni og gerði dýrkeypt mistök í úrslitaleik um að komast upp í 1. deild.

Ári síðar lék Hannes með Aftureldingu í 2. deild og síðan Stjörnunni, Fram og KR áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2014. Hannes hefur undanfarin ár verið lykilmaður í íslenska landsliðinu og um síðustu helgi varði hann vítapspyrnu frá sjálfum Lionel Messi.

Hannes var spurður að því á fréttamannafundi í dag hvort að bíómynd sé í bígerð um feril hans.

„Ég hef verið spurður að þessu nokkrum sinnum hvort það eigi að gera bíómynd og hvort ég geri hana sjálfur þá," sagði Hannes sem hefur sjálfur starfað sem leikstjóri meðfram fótboltanum.

„Þetta er auðvitað ótrúlegt hvernig þetta hefur þróast. 2003 var ég ekki einu sinni að spila hjá Leikni þó að ég hafi spilað einn frægan leik. Þetta er auðvitað löng leið að vera kominn hingað og eitthvað sem ég er mjög stoltur af."

„Bíómyndapælingar verða að koma í ljós. Það verður einhver annar að taka þann slag. Ég held að ég skrifi ekki bíómynd um sjálfan mig."


Sjá einnig:
Hannes hætti næstum í fótbolta eftir meiðsli við kvikmyndagerð
Athugasemdir
banner
banner
banner