Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mið 20. júní 2018 20:01
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
HM: Heppnismark Costa tryggði Spáni sigur á Íran
Costa fagnar marki sínu í kvöld
Costa fagnar marki sínu í kvöld
Mynd: Getty Images
Iran 0 - 1 Spain
0-1 Diego Costa ('54)

Íran og Spánn áttust við í síðasta leik dagsins á HM. Liðin leika í B-riðli.

Fyrir leikinn var Íran með þrjú stig eftir sigur á Marokkó en Spánverjar með eitt stig eftir jafntefli við Portúgal.

Í fyrri hálfleik voru Spánverjar með boltann lungan af leiknum en náðu hins vegar ekki að skapa sér mörg færi gegn þéttri vörn Írana.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en sá síðari átti eftir að verða líflegri.

Á 54. mínútu sendi Andres Iniesta boltann innfyrir vörn Írana, á Diego Costa. Ramin Rezaeian komst í boltann, en því miður þá spyrnti hann boltanum í hnéið á Costa og þaðan í markið. Algjört heppnismark.

En knattspyrnuguðirnir spyrja ekki að því. Costa skoraði fótboltamark og er hann kominn með þrjú mörk á mótinu til þessa.

En við markið lifnaði heldur betur við Íran sóknarlega. Aðeins sex mínútum síðar skoraði Saeid Ezatolahi fyrir Íran og allt varð vitlaust.

Íranir fögnuðu gríðarlega og allir varamenn Íran voru komnir inn á völlinn til þess að taka þátt í fagnaðarlátunum. Það sem leikmenn Íran vissu hins vegar ekki var að dómari leiksins var þá búinn að dæma rangstöðu.

Tók það þónokkurn tíma fyrir Írani til þess að átta sig á hlutunum en eftir að dómarinn fékk rangstöðuna staðfesta með VAR þurftu Íranir að bíta í það súra epli að vera enn einu marki undir.

Íranir fengu þó fleiri tækifæri til þess að skora en það tókst ekki. Lokatölur 1-0 sigur Spánar.

Með sigrinum er Spánn komið með fjögur stig líkt og Portúgal en Íran er með þrjú stig.

Í lokaumferðinni mæta Spánverjar Marokkómönnum en þeir eru dottnir úr leik.

Portúgal og Íran mætast þá í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner