Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. júní 2018 21:20
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Inkasso: Þrír útisigrar í þremur leikjum
Kwame Quee skoraði fyrra mark Víkings í kvöld
Kwame Quee skoraði fyrra mark Víkings í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Gísli Ström skoraði sigurmark ÍR gegn Fram
Jón Gísli Ström skoraði sigurmark ÍR gegn Fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þremur leikjum var að ljúka í Inkasso-deildinni og lauk þeim öllum með útisigrum.

Fram fékk ÍR í heimsókn og byrjuðu heimamenn betur en Guðmundur Magnússon kom Fram yfir strax á 8. mínútu leiksins.

Allt virtist stefna í að Fram myndi leiða í hálfleik. ÍR-ingar voru hins vegar ekki á því og skoruðu þeir tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks. Guðfinnur Þórir Ómarsson jafnaði leikinn á 43. mínútu og Jón Gísli Ström kom gestunum yfir á 45. mínútu. Frábær viðsnúningur hjá Breiðhyltingum.

Hvorugt liðanna náði að skora í seinni hálfleik og lauk því leiknum með 2-1 sigri ÍR. Mikilvægur sigur ÍR staðreynd. Þetta var fyrsti sigur ÍR frá því í 2. umferð en liðið er nú komið með sex stig. Fram er í fimmta sæti.

Í Reykjanesbæ heimsótti HK lið Njarðvíkur.

Brynjar Jónasson kom HK yfir á 37. mínútu og Birkir Valur Jónsson tvöfaldaði forystuna fimm mínútum síðar.

Það reyndust vera lokatölur og góður sigur hjá HK sem heldur í 2. sæti deildarinnar. Njarðvík er í 8. sæti.

Þá fór Víkingur Ólafsvík á Akureyri og mætti þar Þórsurum. Líkt og í Njarðvík unnu gestirnir 2-0. Hins vegar komu bæði mörkin í seinni hálfleik.

Kwame Quee kom Víkingum yfir á 77. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Ingibergur Kort Sigurðsson annað mark Víkings.

Víkingur komst með sigrinum upp fyrir Þórsara í þriðja sæti deildarinnar.

Fram 1 - 2 ÍR
1-0 Guðmundur Magnússon ('8)
1-1 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('43)
1-2 Jón Gísli Ström ('45)

Njarðvík 0 - 2 HK
0-1 Brynjar Jónasson ('37)
0-2 Birkir Valur Jónsson ('42)

Þór 0 - 2 Víkingur Ó.
0-1 Kwame Quee ('77 )
0-2 Ingibergur Kort Sigurðsson ('79)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner