Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   mið 20. júní 2018 20:56
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Jói Kalli: Frábært að skora fimm mörk fyrir framan okkar áhorfendur
Jói Kalli var ánægður í lok leiks
Jói Kalli var ánægður í lok leiks
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
„Þetta var flottur dagur. Sól og blíða á Skaganum og við mættum klárir inn í þennan leik. Við byrjuðum þetta af krafti og enduðum þetta af krafti," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari Skagamanna eftir öruggan 5-0 sigur á Magna í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍA 5 -  0 Magni

Jói Kalli hefur talað fyrir því í sumar að hann vildi sjá menn sína nýta færin betur og skora fleiri mörk í leik. Það gerðist í kvöld.

„Frábært að skora fimm mörk fyrir framan okkar áhorfendur og vonandi hefur það glatt fólkið. En við getum alveg meira, og við höldum áfram að bæta okkur. Þetta mót er stutt á veg komið og við ætlum okkur stóra hluti."

Nokkrir leikmenn voru tæpir í Skagaliðinu í kvöld og tók hann þá menn útaf. Jói Kalli vill hafa þá heila fyrir næsta leik ÍA sem er gegn FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

„Við vorum aðallega að hlífa mönnum fyrir FH leikinn því við ætlum okkur sigur."

Albert Hafsteinsson átti flottan leik í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. Albert er nýkominn úr erfiðum meiðslum.

„Albert sýndi það í dag að hann er frábær alhliða fótboltamaður. Hann er skynsamur, vinnusamur, góður liðsfélagi og svo getur hann skorað mörk og lagt upp mörk."

Líkt og áður segir er næsti leikur ÍA gegn FH í bikarnum. Skaginn ætlar sér að vinna þann leik.

„Við erum í bikarnum til þess að komast sem lengst. Næsta verkefni er FH á heimavelli og við ætlum að fara í þann leik til að komast í næstu umferð. Við hefum trú á að við getum unnið öll lið hér á heimavelli og FH er engin undantekning þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner