Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   mið 20. júní 2018 07:34
Magnús Már Einarsson
Óvíst með þátttöku Jóa Berg gegn Nígeríu
Icelandair
Jóhann Berg í leiknum gegn Argentínu.
Jóhann Berg í leiknum gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óvíst er hvort Jóhann Berg Guðmundsson verði með íslenska landsliðinu í leiknum gegn Nígeríu í Volgograd á föstudaginn.

Jóhann meiddist á kálfa eftir rúman klukkutíma í 1-1 jafnteflinu gegn Argentínu á laugardaginn.

Helgi Kolviðsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, sagði á fréttamannafundi í dag að óvíst sé hvort Jóhann geti spilað á föstuadginn.

„Jói er tæpur. Ef hann verður ekki tilbúinn þá kemur maður í hans stað. Þetta er eitthvað sem við tökum endanlega ákvörðun um á morgun," sagði Helgi á fréttamannafundinum.

„Þetta verður tæpt. Það er alveg á hreinu. Við vonum það besta og gerum allt sem við getum gert."

Rúrik Gíslason leysti Jóhann af hólmi gegn Argentínu og líklegast er að hann taki stöðu hans á kantinum á föstudaginn ef jóhann verður ekki klár.

Gylfi Þór Sigurðsson æfði ekki með öðrum landsliðsmönnum í gær en hann ætti að verða klár í slaginn fyrir leikinn gegn Nígeríu á föstudag. Gylfi fékk sjálfur að stýra álaginu á æfingu í gær eftir Argentínuleikinn en engin meiðsli eru hins vegar að hrjá hann.
Athugasemdir
banner
banner