Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. júní 2018 20:12
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pepsi kvenna: Stjarnan og ÍBV skildu jöfn í frábærum leik
Shameeka skoraði tvö í kvöld
Shameeka skoraði tvö í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 2 - 2 ÍBV
1-0 Lára Kristín Pedersen ('19)
1-1 Shameeka Fishley ('28)
1-2 Shameeka Fishley ('57)
2-2 Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('81)

Stjarnan og ÍBV mættust í Pepsi-deild kvenna í kvöld en þetta var eini leikurinn í deildinni í kvöld.

ÍBV byrjaði af krafti í leiknum í kvöld og fengu góð færi til þess að skora. Það voru hins vegar Stjörnukonur sem skoruðu fyrsta markið.

Það gerði Lára Kristín Pedersen eftir góðan undirbúning frá Hörpu Þorsteinsdóttur.

Tæpum tíu mínútum síðar jafnaði Shameeka Fishley eftir frábæran undirbúning frá Cloé Lacasse.

Shameeka var svo aftur á ferðinni á 57. mínútu og kom hún Eyjakonum yfir með frábæru skoti.

En lokaorðið áttu Stjörnukonur. Þórdís Hrönn hafði komið inn á sem varamaður og lagði hún upp jöfnunarmarkið fyrir annan varamann, Telmu Hjaltalín Þrastardóttur sem skoraði laglegt mark.

Lokatölur 2-2 og sitja liðin áfram í 4. og 5. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner