Chelsea leggur aukna áherslu á að fá Mainoo - Milan vill Mitchell - Phillips gæti snúið aftur til Leeds
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   mið 20. júní 2018 22:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Áttum bara ekki neitt inni til að ná í sigur eða stig
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvík tapaði enn og aftur stigum á heimavelli og nú gegn HK. Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur var að vonum svekktur með úrslitin.
„Þetta eru nátturlega enn ein töpuðu stigin á heimavelli og það er vont, það er ekki það sem við vildum en við ætluðum okkur stærri hluti í dag en þetta voru líklega sanngjörn úrslti." Sagði Rafn Markús eftir leik.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 HK

Leikur Njarðvíkur og HK var langt í frá að vera mikið fyrir augað en HK-ingar sigruðu Njarðvikingana með tveimur mörkum gegn engu en Njarðvikingar þóttu ekki spila neitt sérstaklega vel í kvöld.
„Þetta var allavega leikurinn sem við höfum verið að gera minnst í, við erum búnir að vera með hörku leiki bæði hérna heima og úti og verið í góðum séns bara í öllum leikjunum en í dag áttum við bara ekki neitt inni til að ná í sigur eða stig." 

Njarðvíkingar voru lengi vel inni í leiknum þó en það var eins og þeir virkuðu slegnir eftir að HK skoraði fyrsta mark leiksins.
„Um leið og þeir skora og svo aftur strax í kjölfarið að þá er þetta nátturlega erfitt." Sagði Rafn Markús.

Athygli hefur vakið að Njarðvíkingar hafa verið að sækja sín stig meira á útivelli.
„Við sækjum útivöllinn, við höfum fengið 7 af 9 stigum okkar þaðan en auðvitað viljum við gera miklu betur á heimavelli, við viljum fá fólkið okkar á völlinn hérna og sýna því hvað við getum og þess vegna er mjög dapurt að fá ekki fleirri stig á heimavelli" 
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner