mið 20. júní 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Rússneski fréttamaðurinn sem hatar íslenska liðið rekinn
Icelandair
Utkin var allt annað en hrifinn af landsliðinu.
Utkin var allt annað en hrifinn af landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vasily Utkin, rússneski blaðamaðurinn sem kom sér í fréttirnar nýlega fyrir að birta myndband þar sem hann fór ófögrum orðum um íslenska landsliðið hefur verið rekinn.

Utkin ákvað að henda í myndband á sinni eigin Youtube rás eftir leik Íslands og Argentínu þar sem hann lét okkar menn heyra það og var vægast sagt ekki sáttur með spilamennsku liðsins.

Blaðamaðurinn hefur nú verið rekinn úr starfi og mun ekki lýsa fleiri knattspyrnuleikjum á meðan á Heimsmeistaramótinu stendur.

Það er því ljóst að Utkin mun ekki lýsa leik Íslands og Nígeríu á föstudaginn kemur. Það er þó aldrei að vita hvað hinn lífsglaði Utkin tekur upp á næst en það er ljóst að það verðurþó líklega í skrautlegri kantinum miðað við nýleg ummæli.


Athugasemdir
banner
banner