Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fim 20. júní 2024 13:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar stýra hversu vel þeir skoða Austur-Evrópu - „Vægast sagt reynslunni ríkari eftir ævintýrið í fyrra"
Sæti í riðlakeppninni fagnað.
Sæti í riðlakeppninni fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mikilvægu Evrópumarki fagnað.
Mikilvægu Evrópumarki fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað á Laugardalsvelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Marki fagnað á Laugardalsvelli í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Dregið var í 1. og 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni í vikunni. Breiðablik er eitt af þremur íslenskum liðum í keppninni og fer liðið til Norður-Makedóníu í 1. umferðinni.

Fyrri leikurinn gegn GFK Tikves fer fram ytra og sá seinni fer fram á Kópavogsvelli. Tikves endaði í 4. sæti deildarinnar í Makedóniu en fór í Sambandsdeildina þar sem liðið vann bikarkeppnina.

Ef Breiðablik slær út Tikves þá mætir liðið Drita frá Kósóvó í 2. umferð.

Fótbolti.net ræddi um komandi Evrópuverkefni Breiðabliks við Eyjólf Héðinsson, aðstoðarþjálfara liðsins, í gær.

„Mér líst vel á það verkefni, þekkjum Makedóna ágætlega, vorum þarna í fyrra og eigum góðar minningar þaðan. Við erum fullir tilhlökkunar, vonandi fer það bara vel og þá förum við til Kósóvó í kjölfarið þannig þetta verður eitthvað 'interrail' um Austur-Evrópu. Það eru þrír leikir í deildinni fram að því og til þess að fara með gott sjálfstraust í Evrópuleikina þá þarf að klára þessa leiki af miklum krafti og safna sem flestum stigum. Svo tökum við Evrópukeppnina þegar þar að kemur."

Eins og Eyjólfur nefndi þá þekkja Blikar ágætlega til í Norður-Makedóníu, liðið sló út Struga í umspilinu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Blikar unnu meistarana 0-1 á útivelli og unnu svo líka heima á Kópavogsvelli.

„Ekki spurning að reynslan frá því í fyrra hjálpi okkur, menn eru vægast sagt reynslunni ríkari eftir ævintýrið í fyrra. Við teljum okkur vita hvað til þarf, sérstaklega á útivöllum því við stóðum okkur yfirleitt mjög vel hérna á heimavelli. Við unnum úti gegn Struga í fyrra og það er eitthvað sem við munum klárlega horfa í þegar við förum í þetta verkefni," sagði Eyjólfur.

Leikirnir gegn Tikves fara fram 11. og 18. júlí. Hér í þessari grein má nálgast fréttir upp úr viðtali við Óskar Hrafn Þorvaldsson, þáverandi þjálfara Breiðabliks, eftir sigurinn gegn Struga í fyrra.
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Athugasemdir
banner
banner