Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
   fim 20. júní 2024 20:22
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Sannfærandi sigur hjá ÍBV í Mosfellsbæ
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 0 - 3 ÍBV
0-1 Arnar Breki Gunnarsson ('36)
0-2 Nökkvi Már Nökkvason ('47)
0-3 Hermann Þór Ragnarsson ('74)

Afturelding tók á móti ÍBV í fyrsta leik kvöldsins í Lengjudeild karla og var leikurinn bragðdaufur fram að 36. mínútu, þegar Arnar Breki Gunnarsson tók forystuna fyrir gestina úr Vestmannaeyjum.

Arnar Breki skoraði eftir klaufagang í varnarleik ÍBV, þar sem Oliver Heiðarsson slapp í gegn og renndi boltanum fyrir Arnar sem skoraði í autt mark.

Eyjamenn mættu grimmir til leiks út í síðari hálfleikinn og voru fljótir að tvöfalda forystuna sína eftir hornspyrnu. Nökkvi Már Nökkvason skoraði þá eftir mikinn atgang í vítateignum.

Það lifnaði yfir leiknum í kjölfarið þar sem bæði lið fengu góð færi til að skora. Eyjamenn voru þó sterkari og innsigluðu sigurinn á 74. mínútu, þegar Hermann Þór Ragnarsson skoraði eftir aðra stoðsendingu frá Oliver.

Elmar Kári Enesson Cogic komst nálægt því að minnka muninn en tókst ekki og urðu lokatölur 0-3 fyrir ÍBV, sem bindur þannig enda á þriggja leikja sigurgöngu Mosfellinga.

ÍBV klifrar yfir Aftureldingu á stöðutöflunni og er núna í þriðja sæti, með 13 stig eftir 8 umferðir. Afturelding er með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner