Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Dragan: Kjaftæði að fá á sig svona mark
Árni Freyr: Ég hefði örugglega verið pirraður að fá þetta rauða spjald á mig
Siggi talar um kraftaverk: Skrítnasta dómgæsla sem ég hef orðið vitni að
Chris Brazell: Ég kenni sjálfum mér um þetta
Magnús Már: Þetta er ógeðslega, ógeðslega pirrandi
Úlfur Arnar: Verður gaman að kaupa í matinn á morgun
Óli Hrannar: Flottur sigur sem við skópum í fyrri hálfleiknum
Sigurvin: Ömurlegt að tapa
John Andrews: Ég er himinlifandi
Kristján Guðmunds: Aðalmálið er að horfa á frammistöðuna
Frans: Kannski sanngjarnt miðað við seinni hálfleikinn
Gunnar Heiðar: Ég er stemmingsmaður
Halli Hróðmars: Hvernig við vörðumst fyrir framan markið var til fyrirmyndar
Donni: Við vorum með vitlaust leikplan
Elísa Lana: Boltinn þurfti að detta inn í dag
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
   fim 20. júní 2024 21:33
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli og bara aldrei." voru fyrstu viðbrögð Magnúsar Má Einarssonar þjálfara Aftureldingar eftir gegn ÍBV. 

„Mér fannst fyrri hálfleikurinn allt í lagi. Þeir fá eitt moment sem þeir skora úr sem við eigum að gera betur í.Mér fannst við spila allt í lagi en svo kemur mark í upphafi síðari hálfleiks og ég er ekki ánægður með hvernig strákarnir brugðust við því."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 ÍBV

„Byrjunin á síðari hálfleik er gjörsamlega óboðleg og það var Aftureldingarlið á vellinum sem ég þekkti ekki þá og það er eitthvað sem á ekki að koma fyrir."

„Mér fannst hörku leikur í gangi í fyrri hálfleik. Þeir fá þarna eitt færi sem kemur eftir klaufagang hjá okkur, öðruleyti fannst mér við kannski vera að stýra leiknum meira með boltann og vera öflugri en þetta annað mark einhverneigin tekur mómentið og ég er bara ekki ánægður með strákanna í síðari hálfleik."

Afturelding fékk á sig mark eftir tvær mínútur í síðari hálfleik en hvað ræddi Magnús Már við strákanna sína í hálfleik

„Við ætluðum bara að keyra á þá áfram, okkur fannst við vera með hörkuleik í gangi og allar forsendur í gangi til að jafna leikinn og helst vinna hann þannig að þetta var bara ekki gott í seinni hálfleik."


Athugasemdir
banner
banner