Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 20. júlí 2015 22:02
Valur Páll Eiríksson
Arnar Grétars: Vildi síður koma í þetta viðtal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ekki bara vonbrigði fyrir mig heldur fyrir alla í kringum félagið og ég held kannski allra mest fyrir þá sem voru inná. Því þeir vita að þeir geta gert mun betur og ég held að það hafi gert gæfumuninn í dag, það voru of margir að spila undir getu." sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 0-1 tap sinna manna gegn Fylki í kvöld en Blikar gátu með sigri farið upp í 2. sætið, stigi á eftir KR sem þeir mæta í næstu umferð.

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 Fylkir

„Leikurinn sjálfur kom mér ekkert á óvart. Að þeir myndu liggja til baka og vera dýrvitlausir og láta finna fyrir sér og keyra í okkur og brjóta á okkur trekk í trekk. Það var í raun og veru uppleggið og reyna svo að sækja hratt. Albert er náttúrulega drullugóður senter og þarf lítinn tíma og er öskufljótur. Skorar frábært mark eftir eitt af hraðaupphlaupunum. Ég er auðvitað vonsvikinn með það en svona er þetta stundum." sagði Arnar.

„Leikmenn sem hafa verið að gera frábæra hluti hingað til áttu bara off dag, og það kemur fyrir en það voru bara of margir sem áttu off dag í dag. Það er blóðugt í þeirri stöðu að geta komið sér í annað sætið og vænlega stöðu fyrir næsta leik."

„Þetta er auðvitað drullufúlt og ég vildi síður koma í þetta viðtal, ég get alveg sagt ykkur það en svona er þetta bara og ég er nokkuð viss um það að það verða einhverjir sem eiga erfitt með svefn í nótt."

Arnar var svo spurður út í Þorstein Má Ragnarsson en það kom út yfirlýsing frá KR sem sagði að hann yrði áfram í þeirra herbúðum en hann hafði verið mikið orðaður við Blika.

„Þetta var búið að vera mikið í loftinu og mikill sirkus í kringum það en hann er búinn að taka ákvörðun og ég óska honum bara alls hins besta með KR áfram og það er bara eins og það er."

Viðtalið má sjá í heild sinni að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner