Gunnar Borgþórsson var ánægður með lið sitt eftir 2-0 sigur gegn ÍBV á Hásteinsvelli.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Selfoss
Þessi sigur var langþráður en liðið hafði ekki unnið leik síðan 16. júní.
„Takk fyrir að minna mig á það," sagði Gunnar léttur.
„Við erum að skora úr færum, við erum ekkert að fá mjög mikið af færum í dag, fáum 4 góð færi og skorum úr tveimur,"
„Allir leikir á móti ÍBV eru erfiðir þetta eru ótrúlega jafnt, við erum að fara í framlengingar í bikar og sigruðum þær í deild á lokasekúndunum,"
Með sigrinum í dag fara Selfyssingar upp fyrir Val og í 3. sæti deildarinnar.
„Við viljum auðvitað bara lenda eins ofarlega og mögulegt er, við höfum oft sagt það að við viljum keppa um titla og verðlaun og svo verðum við bara að sjá hvort það gengur upp eða ekki," sagði Gunnar að lokum
Athugasemdir