Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júlí 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
50 Íslendingar styðja Maccabi á KR-vellinum í kvöld
Tómas Kjartansson og Eiríkur Raphael Elvy, vinir Viðars, verða á vellinum í kvöld.
Tómas Kjartansson og Eiríkur Raphael Elvy, vinir Viðars, verða á vellinum í kvöld.
Mynd: Úr einkasafni
Um það bil 50 manna hópur Íslendinga mun styðja Maccabi Tel Aviv frá Ísrael í leiknum gegn KR í Evrópudeildinni á KR-velli klukkan 19:15 í kvöld.

Þar er um að ræða vini og fjölskyldur Viðars Arnar Kjartanssonar, framherja Maccabi.

Búið er að panta 50 gula Maccabi boli á mannskapinn og upphitun verður hjá hópnum frá miðjum degi í dag.

„Við pöntuðum 50 boli þannig að það verða allir gulir í kvöld. Svo verða púbbar og sunnlenskar pylsur í boði í Vesturbænum," sagði Eiríkur Raphael Elvy, vinur Viðars, í samtali við Fótbolta.net.

„Þetta er mjög sérstakt að styðja erlent lið í Evrópukeppni á móti íslensku. Þetta verður veisla."

Sjónvarpstökulið frá Maccabi Tel Aviv ætlar að fylgja Íslendingunum á völlinn í kvöld og gera innslag á heimasíðu félagsins í kjölfarið.
Athugasemdir
banner
banner
banner