Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. júlí 2017 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Áhugi Tottenham á Foyth hefur minnkað
Foyth er líklega ekki á leið til Englands
Foyth er líklega ekki á leið til Englands
Mynd: Getty Images
Áhugi Tottenham á Argentínumanninum unga, Juan Foyth hefur minnkað en Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham segir að félagið hans, Estudiantes er að biðja um of mikið fyrir varnarmanninn.

Estudiantes setti meira en 8 milljón punda verðmiða á þennan 19 ára gamla varnarmann og er Tottenham ekki tilbúið til þess að borga þá upphæð.

Foyth hefur aðeins spilað átta leiki fyrir Estudiantes en þrátt fyrir það er hann eftirsóttur af stórliðum í Evrópu, liðum eins og PSG, Inter Milan og Roma.

Tottenham er eina liðið í ensku úrvalsdeildinni sem á eftir að fá nýjan leikmann í sínar raðir og var talið að Foyth yrði fyrstu kaup félagsins í sumar. Það er hins vegar að renna út í sandinn.

Tottenham er að leita að miðverði og þá þarf félagið líka bakvörð þar sem það seldi Kyle Walker til Manchester City á 50 milljónir punda í síðustu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner