Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. júlí 2017 22:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Alex Þór framlengir við Stjörnuna
Alex Þór hefur verið frábær á miðjunni hjá Stjörnunni í sumar
Alex Þór hefur verið frábær á miðjunni hjá Stjörnunni í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn ungi, Alex Þór Hauksson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna sem gildir út árið 2019.

Það kom mörgum á óvart þegar Alex Þór var í byrjunarliði Stjörnunnar í fyrsta leik sumarsins.

Góð framistaða hans hefur hins vegar tryggt honum fast sæti í byrjunarliðinu og hefur hann byrjað alla leiki Stjörnunnar það sem af er sumri.

„Stjarnan bindur miklar vonir við þennan bráðefnilega leikmann en þrátt fyrir ungan aldur er Alex leiðtogi bæði innan vallar sem utan," segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Alex Þór er fæddur árið 1999 og því á 18 aldursári
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner