Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 20. júlí 2017 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Arsenal neitar tilboði í Calum Chambers
Chambers verður líklega ekki leikmaður Arsenal mikið lengur
Chambers verður líklega ekki leikmaður Arsenal mikið lengur
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur neitað 16 milljón punda tilboði Crystal Palace í varnarmanninn unga Calum Chambers.

Chambers var hluti af landsliðshóp U21 árs landsliðs Englands sem komst í undanúrslit á Evrópumótinu í sumar og er hann ekki með í æfingaferð Arsenal í Asíu. Talið er að hann er ekki lengur í áætlunum Arsene Wenger.

Með komu Saed Kolasinac til Arsenal hefur Chambers fallið enn neðar í goggunarröðin.

Chambers var á láni hjá Middlesbrough á síðasta tímabili en núna er Arsenal tilbúið til þess að losa sig fyrir fullt og allt við hann.

Wenger vill fá 20 milljónir punda fyrir Chambers.
Athugasemdir
banner
banner