Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 20. júlí 2017 16:43
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Vals í Slóveníu: Fastamenn á bekknum
Andri Adolphsson byrjar í dag.
Andri Adolphsson byrjar í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur mætir Domzale í Slóveníu síðari leik liðanna í Evrópudeildinni klukkan 18:00. Slóvenarnir eru 2-1 yfir eftir fyrri leikinn.

Smelltu hér til að sjá beina textalýsingu

Mikið álag hefur verið á Valsmönnum að undanförnu og Ólafur Jóhannesson, þjálfari liðsins, gerir sex breytingar frá því í sigrinum á Víkingi R. á sunnudaginn.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er á bekknum sem og bakverðirnir Arnar Sveinn Geirsson og Bjarni Ólafur Eiríksson, og kantmennirnir Dion Acoff og Sigurður Egill Lárusson.

Andri Adolphsson lagði upp sigurmarkið gegn Víkingi og hann byrjar á hægri kantinum. Nicolas Bögild byrjar á þeim vinstri og Kristinn Ingi Halldórsson er frammi. Patrick Pedersen er ekki löglegur í dag og því kemur Kristinn aftur inn í framlínuna.

Sindri Björnsson kemur inn á miðjuna fyrir Hauk Pál og Andri Fannar Stefánsson og Rasmus Christiansen taka stöðu Arnars Sveins og Bjarna Ólafs í bakvarðarstöðunum.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson
5. Sindri Björnsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Nicolas Bögild
10. Guðjón Pétur Lýðsson
13. Rasmus Christiansen
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Andri Fannar Stefánsson
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
2. Ásgeir Þór Magnússon
7. Haukur Páll Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Arnar Sveinn Geirsson
16. Dion Acoff
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
22. Sveinn Aron Guðjohnsen
Athugasemdir
banner
banner