fim 20. júlí 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Ná KR og Valur að koma til baka?
Báðir leikir í beinni textalýsingu
Viðar Örn mætir í Vesturbæinn.
Viðar Örn mætir í Vesturbæinn.
Mynd: Heimasíða Maccabi Tel Aviv
KR og Valur eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Evrópudeildinni í dag.

Þessi lið leika í dag seinni leiki sína í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Það verður spennandi að sjá hvað gerist.

KR mætir Maccabi Tel Aviv á heimavelli í kvöld. Fyrri leikurinn í Ísrael endaði 3-1 þar sem Viðar Örn Kjartansson var á meðal markaskorara Maccabi. KR þarf að eiga ansi góðan leik í kvöld.

Það sama gildir um Valsmenn sem töpuðu 2-1 á heimavelli gegn slóvenska liðinu Domzale.

„Þetta verður erfitt verkefni. Við eigum alveg möguleika en við fáum allavega tan í hitanum, við græðum það allavega," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals eftir tapið á heimavelli.

Leikur Vals og Domzale hefst 18:00 leikur KR og Maccabi Tel Aviv hefst 19:15, en báðir leikirnir verða í beinni textalýsingu hjá okkur.

Endilega fylgstu með!

Leikir dagsins:
18:00 Domzale - Valur
19:15 KR - Maccabi Tel Aviv
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner