Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 20. júlí 2017 19:54
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Evrópudeildin: Tveggja mínútna kafli varð Val að falli
Guðjón Pétur skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld
Guðjón Pétur skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Domzale 3 - 2 Valur
0-1 Guðjón Pétur Lýðsson ('4 , víti)
1-1 Ivan Firer ('25 , víti)
1-2 Nicolas Bogild ('43 )
2-2 Jure Balkovec ('69 )
3-2 Senijad Ibricic ('71 )

Valsmenn heimsóttu Domzale frá Slóveníu í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld en þetta var síðari leikur liðanna. Domzale vann fyrri leikinn á Hlíðarenda 2-1.

Valsmenn hvíldi nokkra fastamenn úr byrjunarliðinu en það kom ekki að sök því Guðjón Pétur kom þeim yfir strax á 4. mínútu úr vítaspyrnu.

Domzale fékk svo vítaspyrnu á 25. mínútu og úr henni skoraði Ivan Firer en hann lék með Grindavík sumarið 2007. Undir lok fyrri hálfleiksins komust Valsmenn aftur yfir með marki frá Nicolas Bogils og þannig var staðan í hálfleik. Allt jafnt í einvíginu.

En tvö mörk á tveimur mínútum varð Valsmönnum að falli í seinni hálfleik og vann Domzale leikinn 3-2 og einvígið samtals 5-3. Domzale mun mæta þýska liðinu Freiburg í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner