Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 20. júlí 2017 19:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Fjölgað í 24 þjóðir á Afríkumótinu - Haldið í júní í stað janúar
Kamerún eru ríkjandi Afríkumeistarar
Kamerún eru ríkjandi Afríkumeistarar
Mynd: Getty Images
Næst þegar Afríkumótið verður haldið, árið 2019 í Kamerún munu 24 þjóðir keppa um titilinn í stað 16. Knattspyrnusamband Afríku ákvað þetta í dag.

16 lið hafa leikið á mótinu allt frá árinu 1996 en þetta er svipað og var gert við Evrópumótið.

Mótið verður haldið í Kamerún árið 2019 og gæti fjölgunin ollið vandræðum þar í landi en Íþróttamálaráðherra landsins þurfti að neita fréttum í þessari viku um að Kamerún væri á eftir áætlun í undirbúningi fyrir mótið.

Kamerún er ríkjandi Afríkumeistari eftir að hafa unnið Egyptaland í úrslitaleiknum í upphafi ársins 2017.

Hingað til hefur mótið verið haldið í janúar og febrúar og hefur það ollið mörgum Evrópskum félögum vandræðum en nú hefur verið ákveðið að halda mótið í júní og júlí.
Athugasemdir
banner
banner
banner