Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júlí 2017 23:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Forseti Barcelona: Neymar er ekki til sölu
Neymar fer ekki neitt
Neymar fer ekki neitt
Mynd: Getty Images
Forseti Barcelona, Josep Bartomeu segir að félagið muni ekki selja Neymar, en brasilíski landsliðsmaðurinn hefur verið orðaður við PSG fyrir metfé.

PSG hefur mikinn áhuga á að fá Neymar en Bartomeu hefur sagt spænskum miðlum að hann er ekki til sölu.

Talið er að PSG hafi verið tilbúið að kaupa upp samninginn hjá Neymar en samkvæmt heimildum Sky myndi það kosta PSG 196 milljónir punda. Spænskir miðlar segja það hins vegar vera meira, um 224 milljónir punda.

Bartomeu segir að ef PSG myndi kaupa upp samninginn hjá Neymar væri það að brjóta reglur UEFA og því ómögulegt fyrir PSG að kaup Neymar.

Neymar gekk til liðs við Barcelona árið 2013 og í október síðastliðnum var tilkynnt að hann hefði skrifað undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum og rennur samningur hans út árið 2021.
Athugasemdir
banner
banner