fim 20. júlí 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Funes Mori frá í allt að níu mánuði - Spilaði síðast í mars
Ramiro Funes Mori.
Ramiro Funes Mori.
Mynd: Getty Images
Ramiro Funes Mori, varnarmaður Everton, verður frá í sex til níu mánuði eftir að hafa farið í hnéaðgerð í Barcelona.

Funes Mori meiddist í landsleik með Argentínu í mars.

Hann spilaði ekki meira með Everton á síðasta tímabili eftir það og nú er ljóst að hann missir af stórum hluta næsta tímabils.

„Ramiro hefur verið í vandræðum með hné sitt. Hann er búinn að fara í aðgerð og þarf nú lengri tíma til að jafna sig. Hann verður frá í sex til níu mánuði," segir í yfirlýsingu frá Everton.

Funes Mori, sem lék 16 deildarleiki á síðasta tímabili, verður væntanlega í ákveðnu varahlutverki þegar hann hefur jafnað sig. Everton keypti Michael Keane frá Burnley fyrr í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner