Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 20. júlí 2017 10:30
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Guðbjörg Gunnars: Fyrir fram hefði ég sett peninginn á Sviss
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdótttir markvörður íslenska landsliðsins segir að fókusinn sé nú allur kominn á leikinn gegn Sviss sem fram fer á laugardaginn á Tjarnarhæðinni.

„Það tók fyrri hluta dags í gær að ná þessum Frakkaleik úr okkur. Ég viðurkenni að það tekur alltaf lengri tíma þegar maður tapar. Þegar maður er ótrúlega sannfærður um að fara vinna eitthvað en síðan tapar maður, þá eru vonbrigðin meiri. Þetta hefði verið kannski öðruvísi ef við hefðum farið í leikinn og aldrei trúað því að við værum að fara fá eitthvað útúr leiknum, þá hefði verið þægilegra að komast yfir leikinn," sagði Guðbjörg og hélt áfram.

„Seinni hluta dags þá fórum við að fókusera á Sviss og núna höfum við fundað fyrir Sviss og búnar að kíkja á videoklippur og erum full fókuseraðar fyrir leikinn á laugardaginn."

Guðbjörg segir þær svissnesku vera með mjög gott lið.

„Við höfum mætt þeim áður í undankeppni HM og svoleiðis. Þær eru bæði með góða leikmenn, eins og Ramona Bachmann sem er svokallaður x-factor," en Bachmann spilar nú með Chelsea eftir að hafa spilað með Wolfsburg síðustu ár.

Bæði Sviss og Ísland eru án stiga fyrir leikinn á laugardaginn. Guðbjörg segir að ósigur Sviss gegn Austurríki hafi komið sér örlítið á óvart.

„Þær eru með gott lið en þær hafa ekki spilað jafn vel og þær voru að gera til dæmis fyrir og á HM. Út á við lítur út fyrir að þær séu búnar að toppa og og ég vona að þær séu á niðurleið og að við séum á uppleið. Maður veit samt aldrei, allir leikir eiga sitt líf. Ég veit samt að Austurríki er með geggjað lið, það má ekki gleyma því. Fyrir fram hefði ég sett peninginn á Sviss."

„Úr því sem ég get tekið úr reynslubankanum frá því við spiluðum við þær síðast þá eru þær baneitraðar í skyndisóknum. Þær eru með geggjað lið til að sækja hratt og það er mjög hættulegt ef við ætlum að fara spila mjög hátt. Við verðum að vera skynsamar þegar við sækjum því við megum ekki fá þær hratt á okkur," sagði Guðbjörg sem átti glimrandi leik gegn Frökkum í fyrsta leiknum. Hún segist þó enn vakna af og til á nóttinni og hugsað út í vítið sem Frakkarnir skoruðu úr.

„Eina sem vekur mig á næturnar er að hún hafi skipt um horn í vítinu. Hún hefur skotið tíu sinnum í hægra hornið og ég var að gæla við það að fara til vinstri, þar sem þetta var heldur ekkert geðveikt víti."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner