Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. júlí 2017 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lewandowski: Gott fyrir Bayern ef Aubameyang fer ekkert
Aubameyang er gríðarlega eftirsóttur.
Aubameyang er gríðarlega eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski, sóknarmaður Þýskalandsmeistara Bayern München, heldur því fram að það sé gott fyrir sitt lið að Gabonmaðurinn Pierre-Emerick Aubameyang fari ekki frá helstu keppinautum Bayern, Borussia Dortmund í sumar.

Aubameyang hafði betur gegn Lewandowski með því að vera markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Því mætti gera ráð fyrir því að Lewandowski vilji losna við Aubameyang úr þýska boltanum, en svo er ekki.

Aubameyang hefur verið orðaður við Chelsea, Paris Saint-Germain og AC Milan í sumar, en samkvæmt nýjustu fréttum er hann ekki á förum og það er hinn pólski Lewandowski sáttur með.

„Það er gott fyrir þýsku úrvalsdeildina," sagði Lewandowski í samtali við Sports Bild.. „Það er líka gott fyrir okkur: þegar við urðum meistarar snemma, þá vantaði okkur pressu. Þetta þýðir samkeppni og að pressan verði mikil.
Athugasemdir
banner
banner
banner