fim 20. júlí 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Margir leikmenn Arsenal með matareitrun
Byrjunarlið Arsenal í gær.
Byrjunarlið Arsenal í gær.
Mynd: Getty Images
Arsenal lagði Bayern Munchen eftir vítaspyrnukeppni þegar liðin mættust í æfingaleik í Sjanghæ í gær. Arsenal hefur gengið illa með Bayern í Meistaradeildinni undanfarin ár en liðið hafði betur í gær.

Lundúnarliðinu tókst að sigra þrátt fyrir að margir leikmenn liðsins hafi verið veikir, með matareitrun.

Olivier Giroud gat ekki tekið þátt í leiknum vegna matareitrunar, hinn hávaxni Per Mertesacker dró sig úr hópnum nokkrum andartökum fyrir leikinn þar sem honum leið of illa til að spila.

Sead Kolasinac, nýr leikmaður Arsenal, þurfti að fara af velli rétt fyrir hálfleik og þá voru Aaron Ramsey og Theo Walcott á meðal varamanna þar sem þeir voru líka veikir.

„Ramsey tókst að klára leikinn, en Walcott, Kolasinac, Mertesacker, Giroud, þeir voru allir með matareitrun," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir sigurinn í Kína í gær.

Ekki er vitað hvernig leikmennirnir fengu matareitrun.

Þrátt fyrir þetta tókst Arsenal að vinna eftir vítaspyrnukeppni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner