Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 20. júlí 2017 13:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mattia De Sciglio til Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Juventus er búið að ganga frá kaupunum á bakverðinum Mattia De Sciglio frá AC Milan.

Mattia De Sciglio kemur til með að fylla skarð Dani Alves sem fór til Paris Saint Germain á dögunum.

Juventus borgaði 12 milljónir evra fyrir þennan ítalska landsliðsmann, hann skrifaði undir fimm ára samning við ítölsku meistarana.

Hann hefur leikið með AC Milan frá árinu 2011 og á að baki 110 leiki fyrir liðið.

Stjóri Juventus er Massimiliano Allegri en það var einmitt hann sem gaf Mattia De Sciglio sitt fyrsta tækifæri fyrir aðallið AC Milan í Meistaradeildarleik 2011.



Athugasemdir
banner
banner