Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 20. júlí 2017 15:40
Magnús Már Einarsson
Mónakó sakar félög um að ræða ólöglega við Mbappe
Eftirsóttur.
Eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Mónakó hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið sakar topp félög í Evrópu um að hafa rætt ólöglega við framherjann Kylian Mbappe.

Hin 18 ára gamli Mbappe hefur verið orðaður við mörg stór félög í sumar eftir frábæra frammistöðu með Mónakó á síðasta tímabili.

Mónakó segir í yfirlýsingu sinni að félög hafi haft samband við Mbappe og umboðsmann hans án leyfis félagsins.

Mónakó ætlar sér ekki að selja Mbappe og félagið hefur því sent þessa yfirlýsingu frá sér.

Félagið segist vera að íhuga að kvarta til FIFA og frönsku úrvalsdeildarinnar vegna málsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner