Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. júlí 2017 14:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sammer ekki hrifinn af James Rodriguez
Mynd: Getty Images
James Rodriguez gekk á dögunum í raðir Bayern München. Hann kemur á láni frá Real Madrid, en Bayern hefur forkaupsrétt á honum.

Flestir stuðningsmenn Bayern eru gríðarlega ánægðir með komu Rodriguez og eru spenntir að sjá hvernig honum mun vegna.

Það eru þó einhverjir sem eru ekki hrifnir og Matthias Sammer, fyrrum íþróttastjóri Bayern, er einn þeirra.

„Hann er kannski aðeins of takmarkaður," sagði Sammer við Eurosport. „Hann getur ekki spilað á kantinum þar sem hann hefur ekki nægilega mikinn hraða. Hann getur skapað mikið, en þegar hann er úti á kantinum, þá vantar honum hraða."

„Það er best að hafa hann í holunni, fyrir aftan sóknarmanninn, en það gæti líka reynst erfitt. Þegar hann er í holunni, þá er varnarsinnaður miðjumaður oftast að gæta hans, og ef þessi varnarasinnaði miðjumaður dekkar hann vel, þá getur Rodriguez lítið gert til að losa sig,"
Athugasemdir
banner