Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 20. júlí 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Stefán Logi: Hálf vorkenndi strákunum
Stefán Logi Magnússon.
Stefán Logi Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ef við náum upp svipuðum leik og í stórum hluta leiksins úti þá er þetta alls ekkert ómögulegt," sagði Stefán Logi Magnússon, markvörður KR, við Fótbolta.net fyrir leik liðsins gegn Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni á KR-velli klukkan 19:15 í kvöld.

KR komst yfir í fyrri leiknum í Ísrael í síðustu viku áður en Maccabi náði að landa 3-1 sigri.

„Við höfum áður náð fínum úrslitum á heimavelli gegn góðum liðum. Þetta hefði vissulega verið þægilegra ef við hefðum ekki fengið þriðja markið á okkur en við munum gera allt sem við getum til að fara áfram."

„Ef við fylgjum okkar plani þá eigum við klárlega góðan séns. Þeir hafa marga X-faktora í sínu liði og það má ekki gera stór mistök, þá nýta þeir sér það. Það eru margir góðir leikmenn þarna."


Viðar Örn Kjartansson skoraði í fyrri leiknum og hann mætir á KR-völlinn með Maccabi í kvöld.

„Viðar er frábær leikmaður og hann þarf ekki mikinn tíma til að athafna sig. Þetta er það sem hann hefur verið að gera undanfarin ár. Við vitum hvað þessir strákar geta og við gætum ekki verið betur undirbúnir."

Leikurinn í síðustu viku fór fram í 30 stiga hita og tvær drykkjarpásur voru í leiknum af þeim sökum.

„Það verður öðruvísi fyrir okkur að spila í réttu hitastigi. Maður hálf vorkenndi strákunum þegar maður stóð þarna aftast þegar þeir voru að hlaupa í þessum raka og hita. Það er meira en að segja það. Maður var stoltur af vinnuseminni hjá þeim," sagði Stefán Logi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner