Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. júlí 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stoke reynir að fá Fabian Delph
Mynd: Getty Images
Stoke City er í viðræðum við Manchester City um kaup á miðjumanninum Fabian Delph.

Samkvæmt heimildum Sky Sports, þá er Stoke tilbúið að borga 10 milljónir punda fyrir Delph, en City vill fá 13 milljónir punda.

Mark Hughes, stjóri Stoke, staðfesti áhuga á Delph fyrr í mánuðinum.

„Hann er einn af mörgum leikmönnum sem við erum að skoða. Hann er einn af þeim leikmönnum sem við höfum spurst fyrir um," sagði Hughes um Delph fyrr í þessum mánuði.

Í júlí 2015 yfirgaf leikmaðurinn Aston Villa og fór til Manchesster City á 8 milljónir punda. Hann skrifaði þá undir fimm ára samning.

Hann hefur átt erfitt með að vinna sér inn byrjunarliðssæti hjá Manchester City, en hann byrjaði aðeins fimm leiki á síðasta tímabili.

Delph myndi styrkja miðjuna hjá Stoke, en félagið hefur einnig fengið Darren Fletcher frá West Brom í sumar. Talið er að Stoke sé einnig að fá varnarmanninn Kurt Zouma á láni frá Chelsea.
Athugasemdir
banner