fim 20. júlí 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verratti ræður hinn skrautlega Raiola til starfa
Verratti hefur verið orðaður við Barcelona í sumar.
Verratti hefur verið orðaður við Barcelona í sumar.
Mynd: Getty Images
Marco Verratti, leikmaður Paris Saint-Germain hefur skipt um umboðsmann. Hann hefur ráðið hinn skrautlega Mino Raiola.

Verratti greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni.

„Hér eftir mun Mino Raiola sjá um mína hagsmuni," skrifar ítalski miðjumaðurinn við mynd á Instagram.

Verratti hefur verið orðaður við Barcelona í allt sumar, en hingað til hefur lítið gerst í þeim málum.

Hann vill víst sjálfur fara til Katalóníu, en PSG vill ekki missa hann.

Nú mun Raiola væntanlega hjálpa honum, en hann er einn þekktasti umboðsmaður heims. Raiola kom nýverið Romelu Lukaku til Manchester United og síðasta sumar kom hann Paul Pogba þangað. Raiola er með nokkra skjólstæðingar sem leika með United, Lukaku, Pogba, Henrikh Mkhitaryan og þá er Zlatan Ibrahimovic einnig í hans bókum, en Zlatan lék með rauðu djöflunum á síðustu leiktíð.

Sjá einnig:
„Fokkaðu þér Zlatan" - Sagan um ítalska umboðsmanninn

Ekki er vitað til þess að Manchester United vilji Verratti, en líklegra er að hann endi í sólinni í Barcelona.

Hér að neðan má sjá Instagram-færslu leikmannsins.


Athugasemdir
banner
banner