Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 20. júlí 2017 15:42
Bergur Tareq Tamimi
West Ham að landa Hernandez
Mynd: Getty Images
West Ham hefur ná samkomulagi við þýska liðið Bayer Leverkusen um mexíkanska sóknarmanninn Javier Hernandez.

Engin upphæð hefur verið gefin upp fyrir leikmanninn en félögin hafa náð saman.

West Ham hefur verið duglegt á leikmannamarkaðinum í sumar og búast má við því að Marko Arnautovic mæti í læknisskoðun til West Ham á næstu 48 klukkustundum.

Hernandez hefur skorað 59 mörk í 156 leikjum fyrir United frá því að hann kom til félagsins árið 2010. Einnig var hann í eitt ár hjá Real Madrid og í ágúst árið 2015 varð hann síðan seldur til Leverkusen. Hjá þýska liðinu skoraði hann 39 mörk í 76 leikjum.

Chicarito gæti reynst West Ham liðinu vel á næsta tímabili ætli þeir sér stærra. Hann sannaði sig aldeilis með United í á sínum tíma og enn eru engin merki um að þessi sóknarmaður sé að eldast.
Athugasemdir
banner
banner
banner