Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   fim 20. júlí 2017 22:29
Dagur Lárusson
Willum: Íslendingar duglegir að refsa okkur
Willum Þór
Willum Þór
Mynd: Raggi Óla
„Fyrstu viðbrögðin eru í raun þau að við erum mjög vonsviknir að vera dottnir út, við ætluðum okkur svo sannarlega áfram í keppninni," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir tap síns liðs gegn Maccabi Tel-Aviv í kvöld.

Fyrri leikur liðanna fór 3-1 fyrir Maccabi í síðustu viku og því þurftu KR-ingar að skora tvö mörk í kvöld án þess að fá á sig mark, en það varð ekki raunin.

„Við trúðum því alveg til loka að við gætum tekið þá 2-0 hérna heima og fyrri hálfleikurinn gaf tilefni til þess. Við vorum virkilega öflugir í fyrri hálfleik en þú mátt aldrei gleyma þér gegn svona liði."

„Lykilinn hefðu auðvitað verið að nýta öll þessi föstu leikatriði sem við fengum í fyrri hálfleik. Hefðum við gert það og komist í 1-0 þá hefðum við sett smá pressu á þá."

„Því miður fór þetta svona, en hvað varðar frammistöðuna þá er ég virkilega stoltur af liðinu."

Willum var svo spurður út í Viðar Örn en hann reyndist KR-ingum erfiður í leikjunum tveimur.

„Já þeir eru duglegir við það Íslendingarnir að refsa okkur KR-ingunum í þessum leikjum. En Viðar er auðvitað frábær leikmaður, og sérstaklega góður í að klára færin og svo mataði hann samherjana með góðum sendingum í dag og sýndi okkur í dag á hvaða stað hann er kominn."

Garðar Jóhannsson byrjaði óvænt hjá KR-ingum í dag og sagði Willum að það hefði verið uppleggið að vinna í kringum Garðar.

„Já við ætluðum að vinna í kringum Garðar, á móti svona liði þá reynir þú að hægja aðeins ferðina."
Athugasemdir
banner
banner