Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 20. ágúst 2014 12:51
Arnar Daði Arnarsson
Heimild: 433.is 
Aðstoðardómarinn sagði leikmanni HK að hann væri lélegur
Viktor Unnar fékk rautt spjald í uppbótartíma í gær.
Viktor Unnar fékk rautt spjald í uppbótartíma í gær.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Afar umdeilt atvik kom upp í leik Víkings Ó. og HK í 1. deildinni í gærkvöldi. Viktor Unnar Illugason leikmaður HK var rekinn af velli í uppbótartíma eftir að hafa látið vel valin orð falla í garð Jóhanns Gunnars Guðmundssonar aðstoðardómara leiksins.

Eftir það kallaði Jóhann Gunnar í Jan Eric Jessen dómara leiksins sem lyfti rauða spjaldinu og sendi Viktor Unnar af velli.

Þetta er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að Jóhann Gunnar aðstoðardómari er alls ekki saklaus í þessu máli, að minnsta kosti miðað við það hvað Viktor Unnar segir í samtali við 433.is um atvikið.

,,Ég ætla svo sem ekkert að fara út í það sem ég sagði en ég lét þau orð falla eftir að línuvörðurinn hafði tjáð mér hvað ég væri búinn að vera lélegur í þessum leik. Ég spyr mig hvort það sé hlutverk hans að dæma um það hvort leikmaður eigi góðan eða slæman leik," sagði Viktor í samtali við 433.is í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner