Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 20. ágúst 2014 11:46
Magnús Már Einarsson
Barcelona náði að kaupa sex leikmenn fyrir bannið
Suarez kom til Barcelona í sumar.
Suarez kom til Barcelona í sumar.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur styrkt sig vel í sumar með sex nýjum leikmönnum.

Í apríl síðastliðnum var Barcelona dæmt í félagaskiptabann en því banni var áfrýjað.

Börsungar gátu verslað leikmenn á meðan en nú er ljóst að bannið tekur gildi í janúar næstkomandi.

Barcelona hefur ennþá ellefu daga til að kaupa fleiri leikmenn í þessum félagaskiptaglugga en þegar mánaðarmótin ganga í garð er félagið síðan í félagaskiptabanni þar til í janúar árið 2016.

Margir telja ósanngjarnt að Barcelona hafi fengið að kaupa leikmenn í sumar á meðan áfrýjunin var tekin fyrir.

Barcelona náði meðal annars að fá tvo nýja markverði til að fylla skarð Victor Valdes sem sem er á förum frá félaginu.

Leikmenn sem Barcelona hefur fengið í sumar:
Claudio Bravo frá Real Sociedad
Marc-Andre ter Stegen frá Gladbach
Jeremy Mathieu frá Valencia
Thomas Vermaelen frá Arsenal
Ivan Rakitic frá Sevilla
Luis Suarez fra Liverpool
Athugasemdir
banner
banner