Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. ágúst 2014 22:48
Magnús Már Einarsson
Evrópudeildin: Inter of stórt fyrir Stjörnuna
Nemanja Vidic fær óblíðar móttökur hjá Ingvari Jónssyni markverði Stjörnunnar í leiknum í kvöld.
Nemanja Vidic fær óblíðar móttökur hjá Ingvari Jónssyni markverði Stjörnunnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 0 - 3 Inter
0-1 Mauro Icardi ('41 )
0-2 Dodo ('48 )
0-3 Danilo D'Ambrosio ('89)

Inter sigraði Stjörnuna 3-0 í fyrri leik liðanna í 4. umferð Evrópudeildarinnar nú í kvöld. Góð stemning var á Laugardalsvelli og Garðbæingar héldu Ítölunum niðri fyrstu 40 mínúturnar.

Þá náði Mauro Icardi að skora eftir að Martin Rauschenberg varnarmaður Stjörnunnar skallaði boltann áfram eftir fyrirgjöf Dodo.

Dodo bætti sjálfur við marki með skalla eftir sendingu frá Jonathan í síðari hálfleiknum.

Stjörnumenn ógnuðu lítið fyrsta klukkutímann en þeir áttu nokkrar ágætis sóknir á lokakafla leiksins. Rolf Toft átti þá skot í hliðarnetið og Ólafur Karl Finsen átti hörkuskot fyrir utan teig sem Samir Handanovic varði vel.

Danilo D'Ambrosio innsiglaði hins vegar 3-0 sigur Inter með hörkuskoti á lokamínútunum.

Þetta var fyrsta tap Stjörnunnar í Evrópukeppni en Garðbæingar mæta Inter ytra í síðari leiknum á fimmtudag í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner