Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 20. ágúst 2014 13:45
Elvar Geir Magnússon
Igor Taskovic oftast í úrvalsliði umferðarinnar
Igor Taskovic, fyrirliði Víkings.
Igor Taskovic, fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Igor Taskovic, miðjumaður Víkings, er sá leikmaður sem oftast hefur verið í úrvalsliði umferðarinnar í Pepsi-deild karla. Alls sjö sinnum hefur Igor afrekað það að vera í liðinu en hann hefur verið frábær í sumar.

Haukur Heiðar Hauksson, bakvörður KR, er í öðru sæti en hann hefur verið besti leikmaður vesturbæjarliðsins og kallað hefur verið eftir því að hann fái landsliðskallið.

Jonas Sandqvist hjá Keflavík er sá markvörður sem oftast hefur verið í liðinu en þegar kemur að sóknarmönnum hefur þetta dreifst mikið.

Fótbolti.net opinberar úrvalslið eftir hverja umferð Pepsi-deildarinnar en 16. umferð lýkur í kvöld og verður nýtt lið opinberað á morgun.
Athugasemdir
banner
banner