Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 20. ágúst 2014 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - Pepsi-deildin og Stjarnan mætir Inter
Inter æfði á Laugardalsvelli í gær.
Inter æfði á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stærsti leikur dagsins er vafalítið leikur Stjörnunnar og Inter í forkeppni Evrópudeildarinnar en um er að ræða fyrri leik liðanna. Hefst hann klukkan 21:00 og verður fylgst grannt með gangi mála hér á Fótbolta.net.

En það eru einnig flottir leikir í Pepsi-deild karla. Báðir hefjast klukkan 18:00 og með þeim líkur 16. umferð deildarinnar.

FH endurheimtir efsta sætið með því að vinna Keflavík en Keflvíkingar eru komnir óþægilega nálægt fallsvæðinu. Þá vonast KR til að stimpla sig inn í toppbaráttuna með sigri á Fjölni sem berst fyrir sínu lífi í deildinni.

Forkeppni Evrópudeildarinnar:
21:00 Stjarnan - Inter (Laugardalsvöllur) - Beint á Stöð 2 Sport

Pepsi-deild karla 2014
18:00 FH-Keflavík (Kaplakrikavöllur)
18:00 KR-Fjölnir (KR-völlur)

4. deild karla A-riðill
19:00 Álftanes-Snæfell (Bessastaðavöllur)

4. deild karla B-riðill
19:00 Stokkseyri-Mídas (Stokkseyrarvöllur)

4. deild karla C-riðill
19:00 Skallagrímur-Kormákur/Hvöt (Skallagrímsvöllur)
19:00 Elliði-Örninn (Fylkisvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner