Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 20. ágúst 2014 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Íþróttafréttamaður Inter Channel: Tvö vandamál hjá Inter
Roberto Scarpini, lýsandi á Inter Channel
Roberto Scarpini, lýsandi á Inter Channel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Roberto Scarpini, lýsandi hjá sjónvarpsstöð Inter, býst við öflugum leik á Laugardalsvelli á morgun er Inter mætir Stjörnunni í undankeppni Evrópudeildarinnar.

Scarpini sér um að lýsa leik Stjörnunnar og Inter fyrir stuðningsmenn liðsins heima á Ítalíu. Hann er oft kallaður rödd Inter en stuðningsmenn félagsins þekkja hann vel enda sér hann um að lýsa öllum leikjum liðsins.

,,Ég held að þetta gæti orðið góður leikur. Ég held að þetta sé stærsti leikur lífsins hjá Stjörnumönnum, þeir eru að mæta frábæru félagi með fræga leikmenn en leikurinn er 90 mínútur þó svo það sé annar leikur eftir viku," sagði Scarpini við Fótbolta.net.

Margir leikmenn Inter eru ekki leikfærir og þá voru nokkrir leikmenn liðsins að hefja æfingar fyrir einungis tíu dögum síðan svo hópurinn er ekki í jafnvægi.

,,Inter er að byrja tímabilið á meðan Stjarnan er á miðju tímabili. Þó svo Inter er sterkara lið þá eru aðstæðurnar þannig að margt gæti breyst í þessu svo ég held að þetta verði mjög áhugaverður leikur."

,,Ég veit það ekki. Ég held að Inter undirbýr sig mikið fyrir leikinn og ég held að það sé svipað hjá þjálfara Stjörnunnar. Ég held að þetta gæti orðið áhugaverður leikur."


Inter er mætt aftur í Evrópukeppni eftir árs fjarveru en það er búist við miklu af liðinu.

,,Það er mikilvægt fyrir Inter að vera í Evrópu því við vorum ekki þar á síðustu leiktíð. Það er mikilvægt að komast áfram og ég held að leikmennirnir og þjálfarinn vilji þetta og muni gera allt sem í valdi þeirra stendur til að koma liðinu áfram."

,,Það eru tvö vandamál. Sumir leikmenn eru að koma úr meiðslum og sumir leikmenn sem voru að byrja að æfa fyrir tíu dögum. Þeir sem byrjuðu að æfa fyrir mánuði síðan eru í góðum málum svo hópurinn er ekki í jafnvægi."

,,Hann veit að það eru ekki allir tilbúnir í 90 mínutna leik og það er aðalvandamálið. Ég er viss um að nokkrir yngri leikmenn fá sénsinn en ég vona að Inter vinni þetta,"
sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner