mið 20. ágúst 2014 14:00
Magnús Már Einarsson
Slaven Bilic vonast til að sleppa við bann
Bilic er fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu.
Bilic er fyrrum landsliðsþjálfari Króatíu.
Mynd: Getty Images
Slaven Bilic, þjálfari Besiktas, var rekinn upp í stúku fyrir munnsöfnuð við dómarann í markalausa jafnteflinu gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Króatinn vonast hins vegar til að sleppa við leikbann þannig að hann fái að stýra Besiktas í síðari leiknum gegn Arsenal í næstu viku.

,,Ég þekki ekki reglurnar en ég sé enga ástæðu fyrir því af hverju ég ætti ekki að vera í varamannaskýlinu í London. Ef þetta er ástæða til að setja mig í bann þá væru þjálfarar oft fjarverandi," sagði Bilic sem segir ekkert annað en sigur koma til greina í næstu viku.

,,Við erum ekki að fara til London til að versla í Harrods. Við ætlum að fara þangað til að láta draum okkar rætast. Ég myndi segja að það sé okkar markmið. Við erum vel á lífi. Ég er bjartsýnn."
Athugasemdir
banner
banner
banner