mið 20. ágúst 2014 15:15
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 17. umferðar 1. deildar: Garðar í fimmta sinn
Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Hauka gegn KV.
Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Hauka gegn KV.
Mynd: Ívar Atli Sigurjónsson
Andri Adolphsson er í liðinu.
Andri Adolphsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir og ÍA færðust nær Pepsi-deildinni í 17. umferð 1. deildarinnar sem leikin var í gær. Skagamenn eiga tvo fulltrúa eftir öruggan sigur gegn Tindastóli. Annar þeirra er Garðar Gunnlaugsson sem er í fimmta sinn í liðinu.

Leiknismenn náðu aðeins 2-2 jafntefli gegn Selfossi en þegar kvöldið var á enda reyndist það stig unnið frekar en stig töpuð. Maður leiksins var Geir Kristinsson, varnarmaður Selfoss en hafsentapar úrvalsliðsins er alið upp hjá Fjölni.



Haukar unnu nauðsynlegan sigur í botnbaráttunni gegn KV þar sem Helgi Valur Pálsson og Hilmar Rafn Emilsson voru bestu menn. Þróttur á tvo leikmenn í úrvalsliðinu eftir 2-1 sigur gegn Grindavík.

Orlando Bayona er í liðinu eftir 1-1 jafntefli BÍ/Bolungarvíkur gegn KA á Akureyri. Þá var hörkuleikur í Ólafsvík þar sem Víkingar unnu dramatískan 1-0 sigur gegn HK. Þrír úr þeim leik eru í úrvalsliðinu.

Úrvalslið 17. umferðar:
Trausti Sigurbjörnsson – Þróttur

Helgi Valur Pálsson – Haukar
Geir Kristinsson – Selfoss
Guðmundur Þór Júlíusson – HK
Alejandro Guinart – Víkingur Ó.

Eldar Masic – Víkingur Ó.
Ragnar Pétursson – Þróttur
Andri Adolphsson – ÍA

Hilmar Rafn Emilsson – Haukar
Orlando Bayona – BÍ/Bolungarvík
Garðar Gunnlaugsson – ÍA

Sjá einnig:
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner