Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 20. ágúst 2017 15:11
Orri Rafn Sigurðarson
Byrjunarlið ÍA og ÍBV: Bæði lið gera breytingar
Garðar Gunnlaugsson er á sínum stað í liði skagamannaa
Garðar Gunnlaugsson er á sínum stað í liði skagamannaa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og ÍBV mætast í Pepsi deil karla klukkan 16:00 í dag

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu

Skagamenn hafa ekki unnið í síðustu 7 leikjum sínum í deildinni þeir steinlágu fyrir Val 6-0 í 13 umferð en hafa einnig sýnt flottan leik og ná góðum jafnteflum eins og 2-2 á móti stjörnunni á útivelli.
Í dag fá þeir hitt liðið sem situr í botnsæti í heimsókn ÍBV en Eyjamenn hafa ekki unnið í deildinni síðan 15 júní þegar þeir unnu KR út í eyjum og er því um sannkallaðan botnbaráttu slag að ræða.

ÍA tapaði fyrir Grindavík í seinustu umferð 3-2 í bráð fjörugum leik Gunnlaugur Jónsson gerir tvær breytingar á sínu liði inn koma þeir Albert Hafsteinsson og Hafþór Pétursson í stað Halls Flosasonar og Steinar Þorsteinssonar

Nýkrýndir bikarmeistarar ÍBV virtust en vera að fagna þegar liðið mætt Víking frá Ólafsvík í síðustu umferð og tapaðist sá leikur 0-1 Kristján Guðmundsson gerir þrjár breytingar á sínu liði inn koma þeir Matt Garner , Shahab Zahedi og Óskar Elías Zoega í staðinn fyrir þá Gunnar Heiðar Þorvaldsson , Felix Örn Friðriksson og Jónas Tór Næs


Byrjunarlið ÍA:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Arnór Snær Guðmundsson
6. Albert Hafsteinsson
9. Garðar Gunnlaugsson (f)
11. Arnar Már Guðjónsson
14. Ólafur Valur Valdimarsson
15. Hafþór Pétursson
16. Þórður Þorsteinn Þórðarson
18. Rashid Yussuff
24. Viktor Örn Margeirsson
29. Guðmundur Böðvar Guðjónsson


Byrjunarlið ÍBV:
22. Derby Carrillo (m)
3. Matt Garner
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
7. Kaj Leo í Bartalsstovu
9. Mikkel Maigaard
10. Shahab Zahedi
11. Sindri Snær Magnússon (f)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson
27. Brian McLean
30. Atli Arnarson

Þetta er sannkallaður botnbaráttuslagur og bæði lið þurfa nauðsynlega 3 stig í dag , verður fróðlegt að sjá hvert upplegg þessara liða verður hér í dag .

Athugasemdir
banner
banner
banner